Húðin

október 12, 2018

Húðin er stærsta líffæri líkamans sem samanstendur af nokkrum mismunandi efnisþáttum, þar á meðal vatn, prótein lipíðar,og mismunandi steinefni og efnablöndur. Húin er stöðugt breytileg og endurnýjar sig sjálf á u.þ.b. 28 daga fresti. Rétt húðumhirða er nauðsynleg til að viðhalda heilsu og lífsorku í þessu varnarlíffæri.

Húðlögin

Epidermis: Ysta lag húðarinnar

Húðþekjan er þynnsta lag húðarinnar en ber ábyrgð á að verja þig gegn óblíðum umhverfisáhrifum. Húðþekjan býr yfir fimm lögum: Stratum Corneum, Stratum Lucicum, Stratum Granulosum, Stratum Spinosum og Stratum Basale. Húðþekjan býr einnig yfir mismunandi frumum: keratínfrumum, litafrumum og Langerhansfrumur. Keratínfrumur framleiða prótein þekkt sem keratín, sem er aðal uppistaðan í húðþekjunni. Litafrumurnar framleiða litarefni húðarinnar, þekkt sem melanin. Langerhansfrumur hindra framandi efni í að komast inn í húðina.

Dermis: miðlag húðarinnar

Þetta húðlag inniheldur taugar sem skynja sársauka, snertingu og hitastig, og þetta húðlag ber ábyrgð á hrukkum. Leðurhúðin er flókin samsetning af æðum, hársekkjum og olíukirtlum. Hér er að finna kollagen og elastín en þau prótein eru nauðsynleg fyrir heilbrigði húðarinnar, af því að þau gefa stuðning og teygjanleika. Í þessu húðlagi er að finna ´fíbróblast´ frumur sem mynda kollagen og elastín.

Subcutis: Fitulag húðarinnar

Minnkun húðvefs í þessu lagi er það sem veldur siginni húð og hrukku. Þetta húðlag býr yfir svitakirtlum, fitu og kollagen frumum. Undirhúðin ber ábirgð á að geyma líkamshitann og vernda lífsnauðsynleg innri líffæri.

Collagen

Kollagen er að finna í leðurhúðinni og er mest af því próteini í húðinni, sem gerir um 75% af þessu líffæri. Þetta er einnig æskubrunnurinn. Það ber ábyrgð á að bægja frá hrukkum og fínum línum. Með tímanum munu umhverfisþættir og öldrun minnka getu líkamans í að framleiða kollagen og getur einnig brotið niður kollagen sem fyrir er.

Elastin

Þegar þú heyrir orðið elastín, hugsaðu teygjanleiki. Þetta prótein er með kollageni í leðurhúðinno og ber ábyrgð á að gefa húðinni og líffærunum form og stuðning. Eins og með kollagen er elastín undir áhrifum tíma og náttúruaflsins. Minnkandi magn af þessu próteini fær húðina til að verða hrukkótta og síga.

Fibroblasts

Fíbróblastar eru ungar, bandvefsfrumur sem bera ábyrgð á áferð húðarinnar. Þær finnast saman með kollageni og elastíni í bandvef leðurhúðarinnar.

Keratinocytes

Keratínfrumur eru algengastar af húðfrumunum. Þær búa til keratín, prótein sem styrkir húð, hár og neglur. Keratínfrumurnar myndast í djúpu grunnlagi húðarinnar og færast smátt og smátt upp að yfirborði húðarinnar á mánaðartímabili. Aðalhlutverk þeirra er að mynda vörn milli húðar og umverfis.

DNA

DNA er eins og harði diskur frumnanna sem inniheldur allar upplýsingar. DNA er að finna í kjarna húðfrumnanna, einnig uppbyggingaráætlunina fyrir framleiðslu alls próteins. Í mítósu (kjarnaskiptingu) verða til nákvæm afrit af DNA. Ef þitt DNA er heilbrigt og í lagi, þá er húðin falleg.

Dermatude

Dermatude vinnur á húðþekjunni, efri lögum húðarinnar. Náleiningarnar í meðferðinni gata grunnlagið að efri lögum leðurhúðarinnar (ekki dýpra en 0.3 mm) sem við örvun eykur framleiðslu kollagens og elastíns, frumuendurnýjun og náttúrulega húðendurnýjun. Vegna einkaleyfisvörðu Flex Head tækninnar, í nálareiningunni til meðferðar, er ómögulegt að fara í dýpri lög húðarinnar; áhætta á myndun örvefs í undirhúðinni er engin. Meta Therapy býr yfir tvöfaldri virkni; stýrð örgötunin virkjar náttúrulega endurnýjun húðarinnar og færir nákvæmt magn virkra efna (Subjectables) niður í húðlögin þar sem þau fá mesta virkni.