Dermatude Meta Therapy meðferðir

júlí 27, 2018

Valkostur meðferða

Meta Therapy gerir það mögulegt að framkvæma mismunandi meðferðir, algjörlega aðlagaðar að þörfum viðskiptavinarins. Allt eftir óskum um árangur er um 4 nálaeiningar til meðferða að velja:

Andlitsmeðferð: 18 punkta nálaeining – Flex Head tækni

Andlitsmeðferðin beinist að öllu andlitinu og miðast við að fegra húðina og endurnýja. Húðin fær betra yfirbragð, fínni húðholur, meiri þéttleika, teygjanleika og unglegra yfirbragð.

Háls/bringu meðferð: 38 punkta nálaeining-Flex Head tækni

Meta Therapy gerir það einnig kleift að beita sér að ákveðnum svæðum eins og hálsi og bringu. Í háls/bringu meðferð er notuð 38 punkta nálaeining til að ná jafnvel en betri árangri.

Hrukkumeðferð: 7 eða 9 punkta nálaeining

Til viðbótar við alhliða húðfegrun er mögulegt að nota mjög nákvæmar Meta Therapy meðferðir til að meðhöndla einstaka hrukkur og fínar línur.

Flex Head tækni

Flex Head tæknin og rúnað yfirborð stimpils tryggja jafna dýpt sama hversu óreglulegt yfirborðið er á húðsvæðinu sem verið er að meðhöndla.

Meðferðaráætlun

Í flestum tilfellum er sýnilegur árangur eftir aðeins eina meðferð. Hinsvegar er ein Meta Therapy meðferð ekki nægjanleg til að ná samstundis árangri sem endist. Vegna þessa er alltaf byrjað á meðferðarkúr í upphafi.

Andlitsmeðferð

Vika 1 til 4: -> 1x í viku

Vika 5 til 12: -> 1x á tveggja vikna fresti

Frá viku 16/18: -< 1x 4 til 6 hverju viku

Fara af stað með a.m.k. 4 vikulegar meðferðir, fylgja því eftir með 4 meðferðum aðra hverja viku. Til að viðhalda árangrinum er mælt með 1 meðferð 4 til 6 hverja viku.

Hrukkumeðferð*

Hrukkumeðferðir eru framkvæmdar með 2 vikna millibili á  milli meðferða. Að jafnaði eru 4 til 5 meðferðir nauðsynlegar til að ná sem mestum árangri.

*fer eftir landi hvort meðferð sé tiltæk

Meðferðin er í 10 skrefum

Farið er yfir inntakið fyrir fyrstu meðferð. Með nákvæmri útskýringu á því hvað Meta Therapy felur í sér og áhrif þess á húðina. Gefin er persónuleg ráðgjöf um meðferð og vörur. ‚Upplýst samþykki‘ er fyllt út og mögulega óraunhæfar væntingar viðskiptavinar eru stilltar í hóf.

  • Takið alltaf ljósmynd áður en meðferðarkúrinn hefst og takið aðra eftir að kúrnum lýkur. Munurinn sýnir greinilega áhrif Meta Therapy.
  • Dermatude meðferðin hefst á því að hreinsa húðina með Dermatude Oxygen Boost Cleanser og Toner.
  • Til að fjarlægja dauðar húðfrumur og að undirbúa húðina er Dermatude Enzyme Peel notað.
  • Eftir það er húðgreining með Hydra Guard til að ákvarða húðgerðina og til að velja rétta fylliefnið (Subjectables).
  • Þegar búið er að sótthreinsa er fylliefnið borið svæðaskipt á húðina. Fylliefnin eru sérstök serum með virkum innihaldsefnum sem komið er niður í dýpri húðlögin í meðferðinni.
  • Hægt er að velja um húðfegrun og yngingarmeðferð fyrir allt andlitið og einnig ákveðnar meðferðir á tilteknum svæðum og tilteknum hrukkum. Það er jafnvel hægt að blanda meðferðum til að ná sem bestum árangri.
  • Andlitsmeðferðin er gerð með 18 punkta nálaeiningunni. Hægt er að meðhöndla ákveðin svæði eins og hálsinn og bringuna með 38 punkta nálaeiningunni.
  • Fyrir meðferð á fínum línum og tilteknum hrukkum er hægt að velja um tvennskonar nálaeiningar. 9 punkta flatmynduð nálaeiningin er notuð til meðferða á áhyggjulínum. 7 punkta hringlaga nálaeiningin er notuð til meðferðar á fínum línum.
  • Eftir meðferðina er Intense Restore Mask lagður yfir húðina til að hjálpa endurheimt húðarinnar eftir meðferðina. Hann kælir og róar húðina og fjarlægir roða.
  • Hágæða húðvörur Dermatude til notkunar heima við eru bornar á húðina. Innihaldsefnin eru alveg í samræmi við fylliefnin sem notuð eru í meðferðinni. Notið Dermatude húðvörulínuna daglega til að styðja við og lengja árangur meðferðari heima.

Meðaltími fyrir heila andlitsmeðferð eru u.þ.b. 55 mínútur, allt eftir kröfum viðskiptavinarins. Eftir meðferðina gæti verið smá roði í húðinni, en það dregur úr honum innan fárra stunda. Það er jafnvel óhætt að nota farða næsta dag!