Dermatude-Algengar spurningar

desember 5, 2018

Finndu svörin við algengum spurningum um Dermatude Meta Therapy!

Spurn: Af hverju ætti ég að velja Dermatude Meta Therapy?

Svar: Dermatude Meta Therapy bætir heildarástand húðarinnar: fínar línur og hrukkur minnka, húðholur verða fínni, húiðin verður þéttari og teygjanleiki varðveitist. Til viðbótar við meðferð á öllu andlitinu, hálsi eða bringu, er hægt að vinna með einstaka hrukkur. Þetta er tækjameðferð með 100% náttúrulegum árangri. Árangurinn er ótrúlegur! Það er enginn batatími og hægt er að bera á sig farða strax aftur næsta dag.

Spurn: Hvaða svæði er hægt að meðhöndla með Meeta Therapy?

Svar: Þú getur valið að bæta ástand húðarinnar og yngingarmeðferð á öllu andlitinu, hálsi og bringu, ásamt markvissum meðferðum á ákveðnum svæðum og ákveðnum hrukkum. Það er jafnvel hægt að blanda meðferðum til að ná sem mestum árangri.

Spurn: Hvað um batatíma húðarinnar og að nota farða?

Svar: Meta Therapy leyfir þér að njóta árangursins og ávinnings af blöndu aðferða af djúpmeðferðum. Andstætt mörgum meðferðum hefur Meta Therapy ekki áhrif á varnarlag húðarinnar. Eftir meðferðina getur verið smá roði í húðinni en það jafnar sig innan fárra stunda. Hægt er að snúa strax til baka til daglegra starfa eftir meðferðina og nota farða næsta dag.

Spurn: Af hverju er rétta dýpt meðferðar svona mikilvæg?

Svar: Rétta dýpt meðferðarinnar er mjög mikilvæg fyrir hámarks áhrif: of djúpt verður hætta á að ör myndist niðri í húðlaginu, of grunnt þá fæst ekki tilætlaður árangur. Meta Therapy meðhöndlar grunnfrumulagið að efri lögum húðarinnar, sem við örvun eykur framleiðslu kollagens og elsastíns.

Spurn: Hvað er Flex Head tæknin?

Svar: Flex Head (veltihausa) tæknin og rúnað yfirborð stimpils er innbyggt í nálaeininguna fyrir meðferðir. Þessi einkaleyfisvarða tækni tryggir jafna dýpt meðferðar þrátt fyrir óreglulegt yfirborð húðsvæðis sem er til meðferðar. Til dæmis: húðin á nefsvæðinu er bugðóttari en vangasvæðið, þökk sé Flex Head tækninni fá bæði árangursríka meðhöndlun.

Spurn: Hvað þarf að líða langt á milli meðferða?

Svar: Meðferðin hefst alltaf á 4 vikna meðferðakúr, og svo 4 meðferðir aðra hverja viku. Til að viðhalda árangrinum eftir það er reglubundin meðferð á 4 til 6 vikna fresti. Hrukkumeðferðir eru framkvæmdar með 2 vikna millibili. Yfirleitt þarf 4 til 5 meðferðir til að ná sem bestum árangri.

Spurn: Hversu langan tíma tekur meðferðin?

Svar: Dermatude Meta Therapy er stundum nefnd „hádegishlés meðferðin“; Heil andlitsmeðferð tekur u.þ.b. 55 mínútur. Hrukkumeðferðin tekur u.þ.b. 5 til 10 mínútur til viðbótar.

Spurn: Hvenær fer árangur að verða sýnilegur?

Svar: Í flestum tilfellum er sýnilegur árangur eftir aðeins eina meðferð. En eitt skipti í Meta Therapy meðferð er ekki nægilegt til að ná samstundis árangri sem endist. Þess vegna byrjar þú alltaf með kúr meðferða.

Spurn: Af hverju er svo mikilvægt að nota Dermatude húðvörurnar?

Svar: Dermatude húðvörur hjálpa til við aðlengja árangri meðferðar heima. Innihaldsefnin í Dermatude húðvörunum eru algerlega í samræmi við virku efnin sem notuð eru í Meta Therapy meðferðunum. Það gefur mestan árangur sem hægt er að ná, sambland af faglegri meðferð og umhirðu húðar heima.

Forvitin um Meta Therapy meðferðir?

Finndu stofu á þínu svæði.