Dermatude fagnar 5 ára velgengni

apríl 30, 2018

Frá tilkomu yngingarlausnar Dermatude Meta Therapy árið 2012 hefur orðið sprenging í vexti. Á 5 árum hefur Hollenska yngingarlausnin verið kynnt í 35+ löndum um heim allan. Stofnandinn, Saskia Kusters, segir frá því hvernig hún fékk hugmyndina, hvernig hún fór af stað og af hverju það hefur slegið svona í gegn!

„Ég fór af stað með Dermatude vegna þess að ég sjálf var að leita að einhverju til að berjast gegn öldrunarferlinu á áhrifaríkan en náttúrulegan hátt. Það eru margar áhrifaríkar meðferðir á markaðinum sem gefa árangur sem endist í nokkra daga. Ef þú vilt eitthvað varanlegra verður þú að fara í inngripsmeiri meðferð, sem var ekki það sem ég vildi. Sama hversu mikið ég reyndi þá gat ég ekki fundið meðferð sem mætti mínum kröfum. Ég var að leita eftir einhverju ákveðnu sem var ekki eins mikið inngrip en samt mjög áhrifaríkt fyrir húðina.“ Leit þessi gerði Saskiu ljóst að það var virkilegt skarð á milli fegrunarmeðferða og lýtaaðgerða. „ég vissi fyrir víst að margar konur vour að leita eftir samsvarandi meðferð eins og ég, án árangurs-alveg eins og ég.“ Árangurslaus leit hennar gerði Saskiu ákveðna í að gera breytingu. „Þannig fékk ég hugmyndina að Dermatude Meta Therapy. Lausn sem getur barist gegn öldrunarferlinu frá aldrinum 25 til 75 ára. Inngripsmeiri en hefðbundin húðmeðferð en ekki eins óvægin eins og skurðaðgerð.“

Kunnulegt andlit

Áralöng reynsla hennar hefur unnið með henni þar sem Saskia Kusters er kunnulegt andlit innan alþjóðlega snyrtigeirans. Sem fyrrverandi alþjóðlegur sölustjóri, þekkir hún snyrtimarkaðinn innanfrá.

„Eftir að ég lauk námi 1992 fór ég að vinna hjá stóru Hollensku snyrtuvörufyrirtæki með útflutning á alþjóðavísu. Ég byrjaði sem framkvæmdarstjóri sölu í útflutningsdeildinni. Í vinnu minni ferðaðist ég mikið og kynntist mörgu ólíku fólki, menningu og mörkuðum. Ég fór að þekkja ekki bara notendur varanna og tækjanna sem ég seldi á þeim tíma, heldur einnig fólkinu sem seldi vörurnar. Þannig að varðandi útflutning og alþjóðlega sölu var ég með mikla reynslu. Ég kynntist fólki með sömu ástríðu. Ég komst að því að þrátt fyrir mun á milli landa, bakgrunns og menningar er eitt sem þau eiga sameiginlegt á heimsvísu: berjast gegn öldrunarferlinu á eins áhrifaríkan hátt og mögulegt er.“

Saskia: „Ég hélt áfram að leita að meðferð sem hentaði snyrtibransanum, sem gæti gefið svipuð áhrif og á læknasviðinu. Svo miklu áhrifaríkari en hefðbundin fegrunarmeðferð. Ég vildi bjóða neytandanum mjög góða meðferð með góðum árangri án áhættu á óafturkræfum húðskaða.“ Á ferðalögum og fundum við tengiliði um heim allan árið 2010, með áralanga reynslu af sölu og markaðsþekkingu, var hugmyndin mótuð. „Ég spurði sjálfan mig spurninga eins og: hvað er nauðsynlegt í meðferð til að gefa viðskiptavini góðan árangur? Hvað þurfa stofur til að framkvæma og selja meðferðina? Og auðvitað, B2B-samskiptalega séð: hvað þurfa dreifingaraðilar til að selja hugmyndina í sínu landi?“

Fulla ferð áfram

Aftur heima fann Saskia viðskiptafélaga sem þekkti til í alþjóða snyrtigeiranum og fór á fulla ferð við að þróa Dermatude fyrir hana. „Þegar heildarlausn Dermatude varð tilbúin kynntum við hana fagaðilum snyrtibransans í Hollandi. Við vildum prufukeyra í 1 ár til að heyra reynslu fagaðila og neytenda áður en við myndum ákveða að fara á alþjóðavísu“, útskýrir stofnandinn. „Árangurinn á þessu fyrsta ári var ótrúlegur! Neytendurnir voru mjög ánægðir með árangurinn, snyrtifræðingunum líkaði ákaflega vel við hugmyndina. Þannig ákváðum við að fara á alþjóðavísu eftir 1 ár.“

Dermatude er með höfuðstöðvar í Hollandi, staðsett í suður Hollandi nálægt Þýskalandi og Belgíu. Einnig er systirfyrirtæki í USA sem er með sína eigin sölu- og þjálfunaraðstöðu í Orlando Flórída. Saskia: „Þetta er auðvitað ákveðið viðmið fyrir nálgun á alþjóðamarkað; Bandaríkin eru mjög mikilvæg fyrir okkur til að koma stefnunni út á markaðinn og sem hjálpar líka til við að kynna þau í Evrópulöndunum.“

Val við andlitslyftingu

Meta Therapy er skammstöfun fyrir Medical Esthetical Tissue Activation Therapy. Dermatude Meta Therapy er 100% náttúrleg yngingarlausn fyrir húðendurnýjun og húðfegrun innanfrá og út. Vélrænar Meta Therapy meðferðirnar örva kollagen og elastín framleiðslu húðarinnar, þannig næst húðendurnýjun innanfrá. Þetta er 100% náttúrlegt ferli. „Eftir 1 meðferð færðu samstundis árangur og í meðferðarkúr er árangurinn ótrúlegur. Dermatude Meta Therapy bætir heildar ástand húðarinnar, fínar línur og hrukkur dofna, húðholur verða fínni, húðin verður þéttari og endurheimtir teygjanleika sinn.“

Útskýring Saskiu: „Leiðandi stofnanir og húðsérfæðingar frá vísvegar um heiminn telja Meta Therapy áhrifaríka og örugga. Vegna einkaleyfisvörðu nálaeiningarinnar til meðferða er meðferðin örugg og húðþekjan helst heil. Ólíkt ýmsum tæknilegum aðferðum til húðendurnýjunnar. Tími sem fer í bata er enginn eftir Dermatude Meta Therapy sem er auðvitað mikill kostur fyrir viðskiptavininn.“

„Í Meta Therapy meðferðunum notum við okkar eigin Dermatude vörur. Uppskriftirnar eru þróaðar án ilmefna og parabena og það er okkur mjög mikilvægt. Við búum til 100% náttúrulega meðferð og höfum vörur til stuðnings sem gott er að nota heima við og til að lengja árangur meðferða.“ Einnig er húðlínan, Dermatude Skin Care, mjög þétt. „Það gerir það auðvelt fyrir snyrtisérfræðinginn að ráðleggja húðvörur til að nota heima og sem er auðvelt að koma inn í dagskránna.“

Grunnur að árangri

Frá 2012 tók Dermatude stökk í vexti. „Ekki aðeins á okkar Hollenska heimamarkaði heldur einnig á alþjóða snyrtimarkaðinum. Árlega bætast nýjir dreifingaraðilar við lista þeirra sem vinna með og selja Dermatude. Til að koma þeim af stað ferðast Saskia mikð. „Hver dreifingaraðili er þjálfaður af mér persónulega. Þannig að áðut en þeir fara af stað heimsæki ég þá, þjálfa þá með hugmyndina og verð viss um að þeir geti byrjað í sínu landi.“ Eftir tölunum að dæma þá virkar þessi nálgun. „Sem móðir 3ja drengja, einn 16 ára og hinir 15 ára tvíbura, er mjög mikilvægt að finna rétta jafnvægið milli reksturs og fjölskyldu. Ég er svo heppin að hafa möguleikan á að stóla á fjölskylduna þegar ég ferðast. Á þennan hátt get ég sýnt sonum mínum að þegar maður vinnur með ástríðu nær maður árangri í viðskiptum. Og að móðir þeirra er farsæl en samt mamma.“

„Ein ástæðna fyrir velgengni er vegna hugmyndarinnar sem er vel útfærð: fólk elskar meðferðina, árangurinn er stórkostlegur og fagaðilar elska lykilútfærslu hugmyndarinnar.“