Nýir viðskiptavinir fyrir okkar viðskiptavini

maí 18, 2018

Yngingarlausn Dermatude Meta Therapy hófst nýlega með stórri neytendamarkaðsherferð. Tilgangurinn? Eignast nýja viðskiptavini fyrir stofur Dermatude og auka vitneskju merkisins meðal neytenda í Hollandi, heimamarkað merkisins.

Herferðin hefst á auglýsingu í vinsælasta tímariti Hollands fyrir konur og verður keyrð í vor. Dermatude hefur birst í nokkrum tímaritum eins og Marie Claire, Beau Monde og Nouveau. Herferðin er stöðug á netinu, til dæmis á hinu vinsæla Lindanieuws.nl og LINDA.app. „Meðferðaraðilar okkar eru fullir ákafa“ segir stofnandi merkisins, Saksia Kusters. „Við hófum rannsókn á árangri núverandi herferðar meðal meðferðaraðlila Dermatude. Margir hafa tekið á móti nýjum viðskiptavinum á stofurnar sínar. Og það er ástæðan fyrir því að gera þetta!“

Afskaplega áhrifaríkt

Markaðsherferðin einblínir á neytendann: markhóps Dermatude Meta Therapy meðferða. „Með því að beina orðum okkar beint til þeirra örvum við ásókn að Dermatude Meta Therapy stofunum. Hin svokölluðu „tog“ áhrif, útskýrir Karin van Mensvoort markaðsstjóri. „Hvort sem að stofan er staðsett í miðborg Amsterdam, upp í Norðri eða í Suðri, njóta allar góðs af herferðinni sem höfuðstöðvarnar koma á laggirnar. Jafnvel hérna er árangur neytendaherferðarinnar greinilegur. Ekki aðeins með aukinni heimsókn á vefsíðuna. Saskia: „Við fáum símtöl og vefpósta frá neytendum daglega sem spyrja hvar sé hægt að bóka meðferðina. Þeim er svo vísað áfram á meðferðaraðila Meta Therapy á þeirra svæði.“

Til að auka áhrifin enn frekar hafa allar stofur Dermatude fengið markaðspakka tilbúinn til notkunnar áður en herferðin verður sett af stað. Pakkinn inniheldur markaðsefni sem hægt er að aðlaga staðbundið til að vera viss um að alþjóðlega herferðin hafi einnig áhrif á heimasvæði. Saskia: „Við sjáum okkur sem viðskiptafélaga viðskiptavina okkar, ekki eingöngu sem birgja. Neytendaherferðin þetta vorið er dæmi um það og einnig fjölbreytt þjálfun svo að viðskiptavinnirnir séu með það nýjasta.“

Á milli fegurðar og uppskurðar

Dermatude Meta Therapy er aðgengilegt í 35+ löndum um allan heim. Yngingar hugmyndin fyllir í skarðið á milli fegrunarmeðferða og fegrunaraðgerða. „Eftir 1 meðferð færðu samstundis árangur og eftir meðferðarkúr er árangurinn ótrúlegur“ útskýrir Saskia. „Leiðandi stofur og húðlæknar um heiminn líta á Meta Therapy sem árangursríka og örugga. Vegna einkaleyfisvörðu nálaeiningarinnar er meðferðin örugg og heldur húðþekjunni óskaddaðri, ólíkt tækni margra húðynginga. Tími endurheimtar eftir Dermatude Meta Therapy er enginn sem er auðvitað mikill kostur fyrir viðskiptavininn.“

Dermatude Meta Therapy er 100% náttúruleg yngingarlausn fyrir húðendurnýjun og fegrun húðarinnar innanfrá og út. Rafrænar meðferðir Meta Therapy örva kollagen og elastín framleiðslu í húðinni innanfrá. Þetta er 100% náttúrulegt ferli.

Viltu vita meira um Dermatude Meta Therapy og möguleikana fyrir þína stofu?

Hafðu samband við okkur í dag!