Staðsetning Dermatude verslunar

Finndu Dermatude stofu á þínu svæði í alþjóðastaðsetningu verslanna. Þú finnur þessa staðsetningu verslanna á heimasíðunni sem er sérstaklega fyrir viðskiptavini. Á þessari vefsíðu getur neytandinn fundið allar upplýsingar um Meta Therapy meðferðina, myndband með umsögnum viðskiptavina um Dermatude, fyrir/eftir myndir og eins og nefnt hefur verið, staðsetningu verslanna. Auðvelt að finna stofu á þínu svæði, um allan heim.

Ert þú fagaðili Dermatude Meta Therapy? Vertu viss um að upplýsingar um samband séu réttar. Eru ekki réttar eða þín stofa ekki í staðsetningu verslanna? Vinsamlegast sendu vefpóst til export@ermatude.com með réttum upplýsingum.

Takk fyrir!

Dermatude-Algengar spurningar

Finndu svörin við algengum spurningum um Dermatude Meta Therapy!

Spurn: Af hverju ætti ég að velja Dermatude Meta Therapy?

Svar: Dermatude Meta Therapy bætir heildarástand húðarinnar: fínar línur og hrukkur minnka, húðholur verða fínni, húiðin verður þéttari og teygjanleiki varðveitist. Til viðbótar við meðferð á öllu andlitinu, hálsi eða bringu, er hægt að vinna með einstaka hrukkur. Þetta er tækjameðferð með 100% náttúrulegum árangri. Árangurinn er ótrúlegur! Það er enginn batatími og hægt er að bera á sig farða strax aftur næsta dag.

Spurn: Hvaða svæði er hægt að meðhöndla með Meeta Therapy?

Svar: Þú getur valið að bæta ástand húðarinnar og yngingarmeðferð á öllu andlitinu, hálsi og bringu, ásamt markvissum meðferðum á ákveðnum svæðum og ákveðnum hrukkum. Það er jafnvel hægt að blanda meðferðum til að ná sem mestum árangri.

Spurn: Hvað um batatíma húðarinnar og að nota farða?

Svar: Meta Therapy leyfir þér að njóta árangursins og ávinnings af blöndu aðferða af djúpmeðferðum. Andstætt mörgum meðferðum hefur Meta Therapy ekki áhrif á varnarlag húðarinnar. Eftir meðferðina getur verið smá roði í húðinni en það jafnar sig innan fárra stunda. Hægt er að snúa strax til baka til daglegra starfa eftir meðferðina og nota farða næsta dag.

Spurn: Af hverju er rétta dýpt meðferðar svona mikilvæg?

Svar: Rétta dýpt meðferðarinnar er mjög mikilvæg fyrir hámarks áhrif: of djúpt verður hætta á að ör myndist niðri í húðlaginu, of grunnt þá fæst ekki tilætlaður árangur. Meta Therapy meðhöndlar grunnfrumulagið að efri lögum húðarinnar, sem við örvun eykur framleiðslu kollagens og elsastíns.

Spurn: Hvað er Flex Head tæknin?

Svar: Flex Head (veltihausa) tæknin og rúnað yfirborð stimpils er innbyggt í nálaeininguna fyrir meðferðir. Þessi einkaleyfisvarða tækni tryggir jafna dýpt meðferðar þrátt fyrir óreglulegt yfirborð húðsvæðis sem er til meðferðar. Til dæmis: húðin á nefsvæðinu er bugðóttari en vangasvæðið, þökk sé Flex Head tækninni fá bæði árangursríka meðhöndlun.

Spurn: Hvað þarf að líða langt á milli meðferða?

Svar: Meðferðin hefst alltaf á 4 vikna meðferðakúr, og svo 4 meðferðir aðra hverja viku. Til að viðhalda árangrinum eftir það er reglubundin meðferð á 4 til 6 vikna fresti. Hrukkumeðferðir eru framkvæmdar með 2 vikna millibili. Yfirleitt þarf 4 til 5 meðferðir til að ná sem bestum árangri.

Spurn: Hversu langan tíma tekur meðferðin?

Svar: Dermatude Meta Therapy er stundum nefnd „hádegishlés meðferðin“; Heil andlitsmeðferð tekur u.þ.b. 55 mínútur. Hrukkumeðferðin tekur u.þ.b. 5 til 10 mínútur til viðbótar.

Spurn: Hvenær fer árangur að verða sýnilegur?

Svar: Í flestum tilfellum er sýnilegur árangur eftir aðeins eina meðferð. En eitt skipti í Meta Therapy meðferð er ekki nægilegt til að ná samstundis árangri sem endist. Þess vegna byrjar þú alltaf með kúr meðferða.

Spurn: Af hverju er svo mikilvægt að nota Dermatude húðvörurnar?

Svar: Dermatude húðvörur hjálpa til við aðlengja árangri meðferðar heima. Innihaldsefnin í Dermatude húðvörunum eru algerlega í samræmi við virku efnin sem notuð eru í Meta Therapy meðferðunum. Það gefur mestan árangur sem hægt er að ná, sambland af faglegri meðferð og umhirðu húðar heima.

Forvitin um Meta Therapy meðferðir?

Finndu stofu á þínu svæði.

Húðin

Húðin er stærsta líffæri líkamans sem samanstendur af nokkrum mismunandi efnisþáttum, þar á meðal vatn, prótein lipíðar,og mismunandi steinefni og efnablöndur. Húin er stöðugt breytileg og endurnýjar sig sjálf á u.þ.b. 28 daga fresti. Rétt húðumhirða er nauðsynleg til að viðhalda heilsu og lífsorku í þessu varnarlíffæri.

Húðlögin

Epidermis: Ysta lag húðarinnar

Húðþekjan er þynnsta lag húðarinnar en ber ábyrgð á að verja þig gegn óblíðum umhverfisáhrifum. Húðþekjan býr yfir fimm lögum: Stratum Corneum, Stratum Lucicum, Stratum Granulosum, Stratum Spinosum og Stratum Basale. Húðþekjan býr einnig yfir mismunandi frumum: keratínfrumum, litafrumum og Langerhansfrumur. Keratínfrumur framleiða prótein þekkt sem keratín, sem er aðal uppistaðan í húðþekjunni. Litafrumurnar framleiða litarefni húðarinnar, þekkt sem melanin. Langerhansfrumur hindra framandi efni í að komast inn í húðina.

Dermis: miðlag húðarinnar

Þetta húðlag inniheldur taugar sem skynja sársauka, snertingu og hitastig, og þetta húðlag ber ábyrgð á hrukkum. Leðurhúðin er flókin samsetning af æðum, hársekkjum og olíukirtlum. Hér er að finna kollagen og elastín en þau prótein eru nauðsynleg fyrir heilbrigði húðarinnar, af því að þau gefa stuðning og teygjanleika. Í þessu húðlagi er að finna ´fíbróblast´ frumur sem mynda kollagen og elastín.

Subcutis: Fitulag húðarinnar

Minnkun húðvefs í þessu lagi er það sem veldur siginni húð og hrukku. Þetta húðlag býr yfir svitakirtlum, fitu og kollagen frumum. Undirhúðin ber ábirgð á að geyma líkamshitann og vernda lífsnauðsynleg innri líffæri.

Collagen

Kollagen er að finna í leðurhúðinni og er mest af því próteini í húðinni, sem gerir um 75% af þessu líffæri. Þetta er einnig æskubrunnurinn. Það ber ábyrgð á að bægja frá hrukkum og fínum línum. Með tímanum munu umhverfisþættir og öldrun minnka getu líkamans í að framleiða kollagen og getur einnig brotið niður kollagen sem fyrir er.

Elastin

Þegar þú heyrir orðið elastín, hugsaðu teygjanleiki. Þetta prótein er með kollageni í leðurhúðinno og ber ábyrgð á að gefa húðinni og líffærunum form og stuðning. Eins og með kollagen er elastín undir áhrifum tíma og náttúruaflsins. Minnkandi magn af þessu próteini fær húðina til að verða hrukkótta og síga.

Fibroblasts

Fíbróblastar eru ungar, bandvefsfrumur sem bera ábyrgð á áferð húðarinnar. Þær finnast saman með kollageni og elastíni í bandvef leðurhúðarinnar.

Keratinocytes

Keratínfrumur eru algengastar af húðfrumunum. Þær búa til keratín, prótein sem styrkir húð, hár og neglur. Keratínfrumurnar myndast í djúpu grunnlagi húðarinnar og færast smátt og smátt upp að yfirborði húðarinnar á mánaðartímabili. Aðalhlutverk þeirra er að mynda vörn milli húðar og umverfis.

DNA

DNA er eins og harði diskur frumnanna sem inniheldur allar upplýsingar. DNA er að finna í kjarna húðfrumnanna, einnig uppbyggingaráætlunina fyrir framleiðslu alls próteins. Í mítósu (kjarnaskiptingu) verða til nákvæm afrit af DNA. Ef þitt DNA er heilbrigt og í lagi, þá er húðin falleg.

Dermatude

Dermatude vinnur á húðþekjunni, efri lögum húðarinnar. Náleiningarnar í meðferðinni gata grunnlagið að efri lögum leðurhúðarinnar (ekki dýpra en 0.3 mm) sem við örvun eykur framleiðslu kollagens og elastíns, frumuendurnýjun og náttúrulega húðendurnýjun. Vegna einkaleyfisvörðu Flex Head tækninnar, í nálareiningunni til meðferðar, er ómögulegt að fara í dýpri lög húðarinnar; áhætta á myndun örvefs í undirhúðinni er engin. Meta Therapy býr yfir tvöfaldri virkni; stýrð örgötunin virkjar náttúrulega endurnýjun húðarinnar og færir nákvæmt magn virkra efna (Subjectables) niður í húðlögin þar sem þau fá mesta virkni.

Meta Therapy app hjá Dermatude – ER AÐGENGILEGT NÚNA!

Árangur meðferða Meta Therapy er ótrúlegur: þú vilt deila þeim með öllum! Meta Therapy appið hjá Dermatude gerir það mögulegt, mjög auðvelt. Takið myndir af hverri meðferð af völdum svæðum og deilið þeim hratt og auðveldlega á samfélagsmiðlum, Whatsapp, vefpósti og enn fleirum!

Leiðbeiningar fyrir fullkomnar myndir

Við notkun er hægt að velja hvaða svæði andlitsins þú vilt mynda. Möguleikarnir eru allt andlitið, vanginn, augun, ennið, varirnar og bringan. Til að vera viss um að taka allar myndirnar á sama hátt höfum við þróað leiðbeiningar í appinu. Yfirlit leiðbeininganna og hvernig á að nota þær finnur þú hér. Eða þú getur fundið það með því að nota appið!

Viðskiptakerfi

Til viðbótar við þægilega ljósmyndaappið er Meta Therapy appið einnig auðvelt kerfi fyrir viðskiptavini þar sem hægt er að vista einstök atriði tengiliða, meðferðaupplýsingar og myndir fyrir hvern viðskiptavini. Hver viðskiptavinur er með tímalínu í appinu þar sem þú getur greinilega séð hvenær meðferðirnar voru framkvæmdar, hvaða vörur eru notaðar og hvaða árangri er náð, þökk sé fjölda mynda.

Meðferðaupplýsingar

Meðferðaupplýsingarnar er auðveldlega hægt að bæta við tímalínu viðskiptavinarins, þökk sé tal-glugganum. Hér er hægt að fylla inn allar upplýsingar um vörurnar sem voru notaðar og seldar á meðan að meðferð stóð. Færslusvæðin eru:

  • Notaðar Pre Care vörur
  • Notuð fylliefni
  • Notaðar nálaeiningar
  • Notaðir maskar
  • Notaðar vörur eftir meðferð
  • Seldar vörur Dermatude

Dermatude Meta Therapy meðferðir

Valkostur meðferða

Meta Therapy gerir það mögulegt að framkvæma mismunandi meðferðir, algjörlega aðlagaðar að þörfum viðskiptavinarins. Allt eftir óskum um árangur er um 4 nálaeiningar til meðferða að velja:

Andlitsmeðferð: 18 punkta nálaeining – Flex Head tækni

Andlitsmeðferðin beinist að öllu andlitinu og miðast við að fegra húðina og endurnýja. Húðin fær betra yfirbragð, fínni húðholur, meiri þéttleika, teygjanleika og unglegra yfirbragð.

Háls/bringu meðferð: 38 punkta nálaeining-Flex Head tækni

Meta Therapy gerir það einnig kleift að beita sér að ákveðnum svæðum eins og hálsi og bringu. Í háls/bringu meðferð er notuð 38 punkta nálaeining til að ná jafnvel en betri árangri.

Hrukkumeðferð: 7 eða 9 punkta nálaeining

Til viðbótar við alhliða húðfegrun er mögulegt að nota mjög nákvæmar Meta Therapy meðferðir til að meðhöndla einstaka hrukkur og fínar línur.

Flex Head tækni

Flex Head tæknin og rúnað yfirborð stimpils tryggja jafna dýpt sama hversu óreglulegt yfirborðið er á húðsvæðinu sem verið er að meðhöndla.

Meðferðaráætlun

Í flestum tilfellum er sýnilegur árangur eftir aðeins eina meðferð. Hinsvegar er ein Meta Therapy meðferð ekki nægjanleg til að ná samstundis árangri sem endist. Vegna þessa er alltaf byrjað á meðferðarkúr í upphafi.

Andlitsmeðferð

Vika 1 til 4: -> 1x í viku

Vika 5 til 12: -> 1x á tveggja vikna fresti

Frá viku 16/18: -< 1x 4 til 6 hverju viku

Fara af stað með a.m.k. 4 vikulegar meðferðir, fylgja því eftir með 4 meðferðum aðra hverja viku. Til að viðhalda árangrinum er mælt með 1 meðferð 4 til 6 hverja viku.

Hrukkumeðferð*

Hrukkumeðferðir eru framkvæmdar með 2 vikna millibili á  milli meðferða. Að jafnaði eru 4 til 5 meðferðir nauðsynlegar til að ná sem mestum árangri.

*fer eftir landi hvort meðferð sé tiltæk

Meðferðin er í 10 skrefum

Farið er yfir inntakið fyrir fyrstu meðferð. Með nákvæmri útskýringu á því hvað Meta Therapy felur í sér og áhrif þess á húðina. Gefin er persónuleg ráðgjöf um meðferð og vörur. ‚Upplýst samþykki‘ er fyllt út og mögulega óraunhæfar væntingar viðskiptavinar eru stilltar í hóf.

  • Takið alltaf ljósmynd áður en meðferðarkúrinn hefst og takið aðra eftir að kúrnum lýkur. Munurinn sýnir greinilega áhrif Meta Therapy.
  • Dermatude meðferðin hefst á því að hreinsa húðina með Dermatude Oxygen Boost Cleanser og Toner.
  • Til að fjarlægja dauðar húðfrumur og að undirbúa húðina er Dermatude Enzyme Peel notað.
  • Eftir það er húðgreining með Hydra Guard til að ákvarða húðgerðina og til að velja rétta fylliefnið (Subjectables).
  • Þegar búið er að sótthreinsa er fylliefnið borið svæðaskipt á húðina. Fylliefnin eru sérstök serum með virkum innihaldsefnum sem komið er niður í dýpri húðlögin í meðferðinni.
  • Hægt er að velja um húðfegrun og yngingarmeðferð fyrir allt andlitið og einnig ákveðnar meðferðir á tilteknum svæðum og tilteknum hrukkum. Það er jafnvel hægt að blanda meðferðum til að ná sem bestum árangri.
  • Andlitsmeðferðin er gerð með 18 punkta nálaeiningunni. Hægt er að meðhöndla ákveðin svæði eins og hálsinn og bringuna með 38 punkta nálaeiningunni.
  • Fyrir meðferð á fínum línum og tilteknum hrukkum er hægt að velja um tvennskonar nálaeiningar. 9 punkta flatmynduð nálaeiningin er notuð til meðferða á áhyggjulínum. 7 punkta hringlaga nálaeiningin er notuð til meðferðar á fínum línum.
  • Eftir meðferðina er Intense Restore Mask lagður yfir húðina til að hjálpa endurheimt húðarinnar eftir meðferðina. Hann kælir og róar húðina og fjarlægir roða.
  • Hágæða húðvörur Dermatude til notkunar heima við eru bornar á húðina. Innihaldsefnin eru alveg í samræmi við fylliefnin sem notuð eru í meðferðinni. Notið Dermatude húðvörulínuna daglega til að styðja við og lengja árangur meðferðari heima.

Meðaltími fyrir heila andlitsmeðferð eru u.þ.b. 55 mínútur, allt eftir kröfum viðskiptavinarins. Eftir meðferðina gæti verið smá roði í húðinni, en það dregur úr honum innan fárra stunda. Það er jafnvel óhætt að nota farða næsta dag!